Það verður mikið um að vera á morgun þar sem fram fara sveitastjórnarkosningar og Eurovision á sama degi. Margir leitast þó við að dreifa huganum og er því tilvalið að skella sér á eina sportlegustu sýningu ársins, sem verður einmitt haldin á morgun, þegar Porsche 911 GT3 Touring verður frumsýndur á Íslandi.

GT3 Touring er einstaklega áhugaverður bíll þar sem um er að ræða bíl sem er með hjarta GT3 brautar bílsins en með hógværara útliti.

Í tilefni af sýningunni verða einnig á staðnum valdir gullmolar úr sögu GT bíla en þar má nefna GT3 RS sem er sérhæfður brautarbíll og GT4 sem er líklega einn eftirsóttasti Cayman bíll sem framleiddur hefur verið.

Einnig verða til sýnis fjölskyldu rafbílarnir Taycan og Taycan Cross Turismo sem og Platinum Edition af Cayenne þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Frumsýningin fer fram á milli kl 12-16 á morgun í Porsche salinn á Krókhálsi 9.