*

Sport & peningar 30. maí 2017

100 milljóna evra félagaskipti framundan?

Antoine Griezmann er sagður hafa beðið um sölu frá Atletico Madrid.

Fjölmiðlar á Spáni greindu frá því fyrr í dag að franski sóknarmaðurinn Antoine Griezmann hafi látið lið sitt Atletico Madrid vita að hann vilji fara frá félaginu. Koma heimildir spænskra fjölmiðla frá innanbúðarmanni innan Atletico.

Þetta gefur þrálátum orðrómi um að Griezmann sé á leið til enska stórliðsins Manchester United byr undir báða vængi. Er liðið sagt vera tilbúið að greiða þá upphæð sem þarf til þess að klófesta franska landsliðsmanninn. 

Diego Simeone þjálfari Atletico Madrid staðfesti fyrr á árinu að Griezmann sé með ákvæði í samningi sínum sem segir að berist tilboð upp á ákveðna upphæð sé Frakkinn frjáls ferða sinna. Upphæðin er talinn nema 100 milljónum evra sem myndi gera Griezmann að næst dýrasta knattspyrnumanni heims ásamt Walesverjanum Garteh Bale.

Það skal þó tekið fram að hvorki Atletico Madrid né Griezmann sjálfur hafa staðfest sölubeiðnina. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim