*

Tölvur & tækni 2. júlí 2015

550 milljónir til höfuðs tölvuþrjóti

Bandaríska alríkislögreglan reynir allt sem hún getur til að ná haldi af rússneskum tölvuþrjóti sem hefur smitað milljónir tölva.

Bandaríska Alríkislögreglan FBI leggur nú allt í sögurnar til að finna tölvuþrjótinn Evgeniy Mikhailovich Bogachev og hefur hækkað verðlaunaféð honum til höfuðs í 4,2 milljónir Bandaríkjadala. Það samsvarar um 558 milljónum íslenskra króna.

Verðlaunaféð hefur þar með verið hækkað um 1,2 milljónir dollara, en Bogachev er eftirsóttasti tölvuþrjótur veraldar. Hefur hann verið eftirlýstur af FBI frá árinu 2014.

Bogachev er þekktastur fyrir hlut sinn í einum allra frægasta vírus sögunnar, hinum svokallaða „Zeus“, sem hefur farið illa með margar tölvurnar í gegnum tíðina. Zeus gengur út á að stela mikilvægum upplýsingum frá tölvum, m.a. bankaupplýsingum, lykilorðum, kennitölum og fleira. Forritið var eitt vinsælasta tól í heimi meðal tölvuþrjóta og er talið hafa verið með völd yfir 500.000 til milljón tölvum í einu á hápunkti sínum.

Notkunin á Zeus dalaði þó umtalsvert í júní 2014 eftir að lögregluyfirvöld um allan heim gerðu samhæfða árás á notendur forritsins.

Talið er að Bogachev búi í Anapa í Rússlandi, fallegu sjávarþorpi í norðurströnd Svartahafsins. Þar ku hann eiga snekkju sem hann hefur gaman af því að smygla. Hann á yfir höfði sér margar ákærur ef hann næst og má þar m.a. nefna peningaþvætti, fjárdrátt og ófá brot á tölvulögum.

Stikkorð: FBI  • Tölvuþrjótur
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim