Mánudagur, 30. mars 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hefur litla trú á spaldtölvu Microsoft

20. júní 2012 kl. 17:18

Stofnandi tölvuframleiðandans Acer segir eina markmið Microsoft með spjaldtölvu að markaðssetja stýrikerfið Windows 8.

Stan Shih, stofnandi tölvuframleiðandans Acer, segist ekki hafa mikla trú á spjaldtölvunni sem bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft boðaði í vikunni. Hann segir Microsoft hugsanlega ætla að framleiða tölvuna í einhvern tíma. Markmiðið sé hins vegar að feta í fótspor Google og nota tölvuna til að markaðssetja Windows 8-stýrikerfið sem muni eiga sér framhaldslíf í spjaldtölvum annarra framleiðenda á vélbúnaði.

Shih segir í samtali við Reuters-fréttastofuna tilkynningu Microsoft hafa komið sér á óvart.

Google setti Nexus-snjallsímana á markað fyrir tveimur árum sem keyrði á Android-stýrikerfi. Vegur stýrikerfisins hefur vaxið mikið síðan þá í hinum ýmsum tækjum. Fastlega er búist við að Google svipti hulunni af spjaldtölvu undir merkjum Nexus síðar í mánuðinum. Allt
Innlent
Erlent
Fólk