*

Tíska og hönnun 18. febrúar 2014

Ævintýraleg íbúð í Dubai

Í miðborg Dubai er í byggingu The Opus sem verður algjörlega einstakt skrifstofu- og fjölbýlishús.

Mjög sérstök íbúð er til sölu í algjörlega stórkostlegu fjölbýlishúsi eftir arkitektinn fræga Zaha Hadid.

Húsið stendur í miðborg Dubai og í því er hótelkeðjan ME Hotel og einnig nokkrar lúxusíbúðir eins og þessi sem er til sölu hér á fasteignavefnum Sotheby´s. Til stendur að klára húsið árið 2016.

Í íbúðinni verða öll húsgögn handvalin af Zaha Hadid og samkvæmt upplýsingum af Sotheby´s verður hver einasta íbúð eins og listaverk. Í íbúðinni verða fjögur baðherbergi, þrjú svefnherbergi og einstakt útsýni. Og plássið verður bærilegt en íbúðin verður 570 fermetrar og kostar rúmlega 930 milljónir króna. 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Dubai
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim