*

Bílar 14. maí 2019

Afhendingar hafnar á I-Pace

I-Pace er fjórhjóladrifinn fimm manna 400 hestafla rafknúinn sportjeppi með 90kW rafhlöðu.

Afhendingar á hinum margverðlaunaða rafbíl Jaguar I-Pace eru hafnar hjá Jaguar Land Rover við Hestháls og voru fyrstu bílarnir afhentir í gær, mánudag.

Gríðarleg eftirspurn er eftir bílnum á helstu lykilmörkuðum Jaguar í Evrópu, þar sem 75% sölunnar eiga sér stað. I-Pace hlaut nýlega þrenn alþjóðaverðlaun þegar hann var kjörinn „Heimsbíll ársins 2019 á bílasýningunni í New York auk þess sem hann fékk Hönnunarverðlaun ársins 2019 og Umhverfisverðlaun ársins 2019. Alls hefur I-Pace hlotið yfir 70 verðlaun á þeim fáu misserum sem hann hefur verið í sviðsljósinu.

I-Pace hefur verið afar vel tekið á mörkuðum heimsins, ekki síst í Evrópu þar sem innviðauppbygging hleðslustöðva er orðin hvað þróuðust. Um er að ræða einn tæknilega fullkomnasta rafbílinn á markaðnum sem ljóst var að hefði brotið blað í bílgreininni þegar frumeintak hans var kynnt í Los Angeles 2016. Hafa hönnuðir og verkfræðingar Jaguar sagt að brjóta hefði þurft flest hefðbundin lögmál kennslubókanna til að uppfylla kröfur Jaguar um eiginleika bílsins.

I-Pace er fjórhjóladrifinn fimm manna fjögurra dyra sportjeppi með tvo rafmótora, einn við hvorn ás. I-Pace er fánanlegur með loftpúðafjöðrun sem hægt er að hækka og lækka ef þörf krefur. Rafhlaðan er 90kW og unnt er að hlaða hana frá 0-80% á innan við 45 mínútum með DC 100kW hleðslustöð. Bíllinn er um 400 hestöfl og kemst I-Pace á innan við 4,8 sekúndum úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Í ágúst í fyrra sló I-Pace t.d. fimm mánaða gamalt hraðamet Tesla Model 3 á Laguna Seca Racetrack brautinni í Kaliforníu. Þar fór I-Pace hringinn á tímanum 1:48.18 sem er sá besti hingað til í flokki fjöldaframleiddra fjögurra dyra fimm manna rafbíla.

Rafmótorarnir I-Pace skila um 90% orku rafhlöðunnar beint til hjólanna, en til viðmiðunar skila sér einungis milli 30% og 40% orku bensín- og dísilbíla til hjóla. Afgangurinn eyðist í viðnámi hinna fjölmörgu vélarhluta sem rafbílar eru að mestu lausir við. Drægni I-Pace er um 470 km samkvæmt nýjum evrópskum samhæfðum mælingum WLTP.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim