Föstudagur, 9. október 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ágætisveiði í Veiðivötnum

16. september 2012 kl. 09:49

Langavatn í veiðivötnum.

Eilítil minni veiði var í ár miðað við 2011. Mest kom upp úr Litlasjó líkt og í fyrra.

Alls veiddust 19.647 silungar á stöng í Veiðivötnum í ár sem er eilítið minna en árið á undan. Árið 2011 veiddust 21.240 silungar. Í ár komu 13.106 urriðar á land og 6.541 bleikja. Eins og við var að búast kom mest upp úr Litlasjó eins og fyrri ár eða 5.905 urriðar. Engin bleikjuveiði er í Litlasjó. Flestar bleikjur komu hins vegar upp úr Langavatni eða 1.745.

Stærstu fiskarnir komu upp úr Grænavatni og Ónefndavatni og er það í takt við fyrri ár. Þyngsti urriðinn kom upp úr Grænavatni og var hann 16,4 pund. Meðalþyngd fiska úr Grænavatni var 4,54 pund en 632 fiskar veiddust í vatninu í ár.Allt
Innlent
Erlent
Fólk