*

Menning & listir 15. janúar 2018

Fagnar því að vera laus við krabbameinið

Sóli Hólm fagnar því að vera laus við krabbameinið með eigin uppistandssýningu.

„Um leið og ég veiktist ákvað ég að þegar (aldrei ef) ég væri búinn að losa mig við þetta helvítis krabbamein myndi ég hlaða í mína eigin uppistandssýningu. Þetta er eitthvað sem ég alltaf verið á leiðinni að gera en frestað útaf hinum ýmsu ástæðum sem ég hef fundið upp í gegnum tíðina,“ segir skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm sem hefur tjáð sig ófeiminn og opinberlega um baráttu sína við krabbamein síðastliðið ár.  

Sóli eins og hann er kallaðu segir að þó það sé sé alltaf gaman að skemmta á árshátíðum, þorrablótum, herra- og konukvöldum eða viðlíka viðburðum þá jafnast ekkert á við að skemmta hópi sem er mættur til þess eins að hlæja. 

„Nú þegar ég er cancer free duga engar afsakanir. Þess vegna hef ég ákveðið að vera með uppistandssýningu með splunkunýju gríni í Kjallaranum á Hard Rock. Miðasala er formlega hafin inni á Tix.is.“
https://www.tix.is/is/buyingflow/tickets/5506/