*

Menning & listir 15. febrúar 2014

Ásgeir Trausti með sína útgáfu af Wrecking Ball

Ásgeir Trausti er á góðri siglingu í útlöndum.

In the Silence, plata Ásgeirs Trausta, er á metsölulista iTunes víða um heim. Í vikunni var platan í 3. sæti yfir mest seldu „alternative“ plöturnar í Sviss. Hún var í 4. sæti í Frakkland og Japan, 7. sæti í Danmörku, 8. sæti í Þýskalandi og 9. sæti í Hollandi.

Myndband við lagið King and Cross, sem íslenskir tónlistaráhugamenn þekkja undir heitinu Leyndarmál, er líka að gera það gott á YouTube en nú hafa um 400 þúsund manns horft á lagið.

Athygli vekur að útgáfa Ásgeirs Trausta á laginu Wrecking Ball, sem Miley Cyrus gerði frægt, er líka nokkuð vinsælt á myndbandsvefnum.

Hann flutti lagið í hollenskum útvarpsþætti. Ásgeir Trausti er á tónleikaferðalagi og spilaði í París í vikunni en er nú á leiðinni til Asíu þar sem hann spilar í Tókíó, Taívan, Hong Kong og Singapúr.

Hér má sjá útgáfu Ásgeirs Trausta á Wrecking Ball. Og dæmi nú hver fyrir sig...

Stikkorð: Ásgeir Trausti
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim