*

Bílar 8. febrúar 2019

Bílasýningar norðan heiða

Bílabúð Benna og Brimborg verða með bílasýningar á Akureyri á morgun, laugardag.

Bílabúð Benna og Brimborg verða með bílasýningar á Akureyri á morgun, laugardag. Bílaáhugafólk í höfuðstað Norðurlands og nágrenni ætti því að geta tekið bílasölurúnt á morgun.

Rexton, nýi jeppinn frá SsangYong verður sýndur í Bílaríki í Glerárgötu 36 klukkan 12 og 16 á morgun.

Jeppinn var frumsýndur hér á landi í byrjun árs. Þetta flaggskip SsangYong heldur áfram að hlaða á sig vegtyllum, en nýlega var tilkynnt að Rexton hafi toppað aftur í samanburði á fjórhjóladrifnum jeppum og verið útnefndur„Best Value" öðru sinni, hjá 4X4 Magazine. „Við hlökkum því til að frumsýna Norðlendingum Rexton á laugardaginn. Nú er akkúrat veðrið og færðin til að sannreyna kosti þessa glæsilega jeppa frá SsangYong," segir Gestur Benediktsson, sölustjóri hjá Bílabúð Benna.

Þá verður Peugeot sýning hjá Brimborg á Akureyri á morgun kl. 12-16 í sýningarsal fyrirtækisins að Tryggvabraut 5. Stjarna dagsins þar er nýr Peugeot 508 en þessi nýi bíll frá franska bílaframleiðandanum er tilnefndur sem Bíll ársins í Evrópu 2019. Öll jepplingalína Peugeot verður einnig til sýnis. Til viðbótar verða einnig Peugeot 208 og Peugeot Partner og Expert sendibílar.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim