*

Hitt og þetta 21. maí 2013

Bjó til lengstu Lego-járnbraut í heimi

Það tók Danann Henrik Ludvigsen eitt og hálft ár að teikna upp lengstu Lego-járnbraut heims.

Lengsta járnbraut úr Lego-kubbum hefur litið dagsins ljós. Brautin er fjögurra kílómetra löng og búin til úr 93.000 kubbum.

Það tekur rafknúna Lego-lest tæpar tvær klukkustundir að fara enda á milli. Heimsmetabók Guinnes hefur þegar vottað brautina. Það er vel við hæfi að sá sem sló metið er Dani að nafni Henrik Ludvigsen.

Hann segir í samtali við heimsmetabók Guinnes hafa fengið hugmyndina að járnbrautinni þegar hann var að taka til heima hjá sér og rakst í tiltektinni á gömlu Legokubbana sína.

Í kjölfarið settist hann niður og lagði á ráðin um lagningu brautarinnar í eitt og hálft ár. Það tók svo Ludvigsen og 80 samverkamenn hans um sex klukkustundir að setja járnbrautina saman fyrir tæpum hálfum mánuði. 

Hér má sjá myndbrot af Legó-lestinni bruna eftir teinunum.

Stikkorð: Lego
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim