*

Hitt og þetta 5. desember 2017

CenterHotels fá afhenta jafnlaunavottun

CenterHotels hafa, fyrst íslenskra hótela, fengið afhenta jafnlaunavottun BSI.

Með vottuninni er staðfest að Centerhotels greiðir sömu laun óháð kyni fyrir sömu eða sambærileg störf en undirbúningur verkefnisins hófst fyrir rúmu ári, eða alllöngu áður en hugmyndir komu upp um að lögleiða slíka vottun. BSI sér um jafnlaunaúttektir hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Eir Arnbjarnardóttir, starfsmannastjóri CenterHotels, segir fyrirtækið afar stolt af því að eiga þátt í svo mikilvægu samfélagslegu skrefi. „Hjá okkur ríkir launajafnrétti en jaflaunastefna er hluti af starfsmannastefnu fyrirtækisins. Markmiðið með innleiðingu hennarer að tryggja að allir starfsmenn búi við sömu tækifæri og að störf þeirra allra séu metin á eigin forsendum og óháð kyni,“ segir hún.

CenterHotels bjóða upp á mikið úrval af námskeiðum, vinnustofum og kynningum ásamt almennri fræðslu fyrir starfsmenn sína til að tryggja að allir fái jöfn tækifæri til að vaxa og dafna í starfi. „Við höfum lagt mikla áherslu á að skapa uppbyggilegt og gott vinnuumhverfi og námskeiðin eru liður í því,“ segir Eir.

Hjá CenterHotels starfa tæplega 300 manns á sex hótelum sem eru öll staðsett í miðborg Reykjavíkur. Stöðugildin hjá fyrirtækinueru á þriðja hundrað talsins.   

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim