*

Matur og vín 25. október 2018

Danski sendiherrann fékk afhendan fyrsta jólabjórinn

J-dagurinn er alltaf fyrsta föstudag í nóvember á hverju ári og tímasetningin ávallt kl 20:59.

Á undaförnum árum hefur sú hefð skapast að Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, afhendir danska sendiherranum fyrsta kassann af Tuborg Jólabjórnum áður en hann kemur á markað.

Þessi hefð kemur til vegna J-dagsins svokallaða þegar Tuborg Jólabjórinn kemur opinberlega á bari, hótel og veitingastaði.

J-dagurinn er alltaf fyrsta föstudag í nóvember á hverju ári og tímasetningin ávallt kl 20:59. Það kemur til vegna þess að þegar bjórinn kom fyrst á markað í Danmörku 1981 varð seinkun á framleiðslunni. Þegar loksins bjórinn kom á barina kl 20:59 þá féll fyrsti jólasnjórinn og þaðan kemur orðatiltækið „Snjórinn fellur“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim