*

Sport & peningar 22. apríl 2014

David Moyes rekinn

Knattspyrnustjóri Manchester hefur einungis verið 10 mánuði í starfi.

Enska úrvalsdeildarliðið Manchester United hefur ákveðið að reka David Moyes úr starfi knattspyrnustjóra. Þetta tilkynnti knattspyrnufélagið í morgun, en USA Today birti meðal annars tilkynninguna..

Moyes hefur verið einungis tíu mánuði í starfi en hann tók við af Alex Ferguson. Manchester United hefur aftur á móti gengið afar illa undir stjórn hans og er i sjöunda sæti í deildinni eftir að hafa unnið hana í fyrra. Tapleikur gegn Everton á páskadag er talinn hafa gert útslagið. 

Ryan Giggs mun stýra Manchester United til loka leiktímabilsins. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim