*

Heilsa 17. janúar 2018

Drekkur bara boozt í fimm daga

Snapparinn Hjálmar Örn Jóhannson tekur heilsuna í gegn og leyfir fylgjendum sínum að fylgjast með.

Snapparinn landskunni, Hjálmar Örn Jóhannsson, hefur einungis innbyrt boozt drykki frá Booztbarnum það sem af er vikunni og stefnir á að gera það út vikuna. 

Hjálmar ætlar að leyfa fylgjendum að fylgjast með heilsuátaki sínu á snappinu en í byrjun vikunnar steig hann á vigtina og sýndi hún að kappinn vegur um 112 kg. „Ég var að koma úr alveg svakalegri ferð frá London og því algjörlega nauðsynlegt að keyra hollustuna hratt og vel í gang. Maður nýtur jú mikið betur þegar manni líður vel í eigin skinni,“ segir Hjálmar. 

Eins og fyrr segir er það Booztbarinn sem heldur Hjálmari í gangi fram á föstudag en næstu daga er svokölluð áramótabomba barsins inni á AHA.is en þar sem viðskiptavinir geta keypt inneignarkort fyrir 10 booztdrykki á kr. 6.990,- í stað kr. 12.950,-. Kristinn Ingi Sigurjónsson, eigandi Booztbarsins, segir að fyrirtæki sitt og AHA.is sé búið að eiga í samstarfi í mörg ár og hafi komið með tilboð sem þessi til að gera viðskiptavinum sínum auðveldara með að koma sér í form eftir hátíðirnar. „Við erum að slá 46% af drykkjunum og það er rosalega gaman að sjá hversu góðar viðtökurnar eru. Á fyrsta degi tilboðsins seldist boozt sem myndi duga til að fylla 1440 lítra heitan pott, en ég mæli þó með að fólk drekki booztið í stað þess að baða sig upp úr því,“ segir hann. 

Hægt er að fylgjast með snappi Hjálmars undir notendanafninu Hjalmarorn110.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim