*

Bílar 19. apríl 2019

Dýrasti bíll heims

Bugatti frumsýndi á dögunum dýrasta bíl heims La Voiture Noire sem útleggst svarti bíllinn á okkar ylhýra.

Bugatti frumsýndi á dögunum dýrasta bíl heims La Voiture Noire sem útleggst svarti bíllinn á okkar ylhýra. Þessi magnaða sportkerra fæst að sjálfsögðu einungis svört að lit. 

Sportbíllinn var frumsýndur á bílasýningunni í Genf þar sem margt var um nýja ofursportbíla en þessi vakti að sjálfsögðu verðskuldaða athygli. Þetta er tveggja sæta lúxus sportbíll með 8 lítra W16 ofurvél undir húddinu. Stephan Winkelmann, forstjóri Bugatti, segir að vélin sé tæknilegt meistaraverk og sú fullkomnasta í heimi. Vélin er gríðarlega öflug og skilar bílnum 1.480 hestöflum. Bíllinn mun toga 1.180 Nm. Bugatti gefur ekki upp á þessari stundu hversu hratt bíllinn fer úr kyrrstöðu í hundraðið.

La Voiture Noire er með undirvagn frá hinum öfluga Bugatti Chiron. Hönnun La Voiture Noir er undir áhrifum hins goðsagnakennda Bugatti Type 57 SC Atlantic en aðeins fjórir slíkir bílar voru smíðaðir á árunum 1936-1938.
Stefnt er að því að La Voiture Noire komu á markað eftir tvö ár. Verðmiðinn er litlir 2,3 milljarðar króna sem gerir hann að dýrasta bíl heims. Það er ljóst að það verður ekki á allra færi að eignast þennan magnaða svarta sportbíl.

Stikkorð: Bugatti
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim