*

Matur og vín 20. apríl 2018

Efna til samkeppni um þjóðlega rétti

Vilja þjóðlega rétti úr íslensku hráefni sem helst hafa sögu á bak við sig, bæði í gömlum og nýjum búningi og geta allir sent inn hugmyndir.

Hótel- og matvælaskólinn ásamt Matarauði Íslands efna til hugmynda- og uppskriftarsamkeppni um þjóðlega rétti fyrir íslenska veitingastaði. Verður sérstaklega tekið tillit til þess ef saga á bak við réttinn fylgir með að því er segir frá á vef Samtaka iðnaðarins.

Hægt er að senda inn hefðbundnar og óhefðbundar hugmyndir, í gömlum eða nýjum búningi en miðað er við að þjóðlegir réttir spretti upp úr íslensku hráefni. Sérstaklega verður tekið tillit til þess ef saga á bak við réttinn fylgir með.

Valdir verða 15 réttir úr innsendum hugmyndum og mun Hótel- og matvælaskólinn elda og reiða fram réttina fyrir dómnefnd. Fimm réttir standa síðan upp úr sem vinningsréttir. Veitingahús í kringum landið velja einn af þeim 15 réttum sem komast í undanúrslit á matseðil sinn í sumar.

Hægt er að senda inn hugmyndir til 1. maí næstkomandi á vef Matarauðs Íslands. Á bak við Matarauðinn stendur samráðshópur á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, með fulltrúum frá SI, Hótel- og matvælaskólanum, Bændasamtökunum, Ferðamálastofu, Umhverfisstofnun, Embætti landlæknis, Matís, Matvælastofnun, Landbúnaðarklasanum, Hönnunarmiðstöð Íslands, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Sambandi Íslenskra sveitafélaga og Íslandsstofu.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim