*

Tíska og hönnun 6. febrúar 2014

Ævintýraleg eign á Havaí

Útsýnið frá „Húsinu í dalnum" á Havaí er draumkennt og líkt einhverju úr ævintýraheimi.

Húsið í dalnum eða „The Valley House“ er staðsett í grónum hlíðum Kealia á Havaí og var að koma á sölu á fasteignavefnum Sotheby´s. 

Aðalhúsið er rúmlega 370 fermetrar og var byggt árið 2006 ofan á eldri rústum sem eru 125 ára gamlar. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi, þrjú baðherbergi og gúrme eldhús sem er tilvalið fyrir stór matarboð. Viðurinn á gólfum og í innréttingum er frá Brasilíu og sjaldgæfri viðartegund frá Havaí. Húsið er hannað með útsýni og sólarlag í huga en úr öllum herbergjum er ævintýralegt útsýni.

Á landareigninni eru tvö önnur hús í svipaðri stærð og aðalhúsið. Annað þeirra er staðsett efst uppi á hæð á lóðinni og hægt er að horfa lengst út á Kyrrahaf úr heitum potti í garðinum.

Það kemur eflaust fáum á óvart að húsin hafa verið notuð í fjölmörgum kvikmyndum enda þykir svæðið eitt það fallegasta á Havaí. Nánari upplýsingar um húsið má finna á fasteignavefnum Sotheby´s en eignin kostar 2,8 milljarða króna. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Havaí
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim