*

Ferðalög 10. júní 2013

Fallegustu flugvellir í heimi

Ef upplifun og arkitektúr skiptir þig máli á ferðalögum þá er hér listi yfir fallegustu flugvelli í heimi að mati Paul Goldberger.

Fallegustu flugvellir í heimi þurfa að hafa mikilfenglan móttökusal fyrir farþega eins og lestarstöðvarnar í gamla daga, samkvæmt arkitektinum Paul Goldberger.

Paul er ritstjórnarfulltrúi hjá Vanity Fair. Hann hefur unnið Pulitzer verðlaunin fyrir umfjöllun um arkitektúr í The New York Times og er höfundur bókarinnar Why Architecture Matters. Hann gagnrýnir nýja flugvelli í dag og þá aðallega fyrir praktísk sjónarmið þegar kemur að arkitektúr og að upplifun farþega sé ekki höfð að leiðarljósi.

Þó eru nokkrir flugvellir í heiminum sem eru í náðinni hjá Paul og fréttasíðan CNN tók þá saman en þá má sjá í myndasafninu hér að ofan:

 • Madrid-Barajas flugvöllur á Spáni.
 • Beijing Capital International flugvöllur í Kína.
 • Kansai International Airport í Osaka, Japan.
 • King Abdulaziz International Airport í Jeddah, Sádí Arabíu.
 • Raleigh-Durham International Airport, Norður-Karólína, Bandaríkin.
 • Aeropuerto de Carrasco, Montevideo, Úrúgvæ.
 • TWA Terminal, JFK, New York, Bandaríkin
 • Matteo Pericoli mural, JFK, New York, Bandaríkin.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Stikkorð: Flugvellir  • Arkitektúr  • Fegurð
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

 • - Viðskiptablaðið sent heim
 • - Vefaðgangur að vb.is
 • - Frjáls verslun sent heim
 • - Fiskifréttir sent heim