Þriðjudagur, 1. desember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fallegustu veiðihúsin á Íslandi

15. september 2012 kl. 16:25

Veiðihúsið við Hítará.

Erfitt er að velja fallegasta veiðihúsið, en tvö hús virðast þó njóta almennrar hylli veiðimanna, húsin við Breiðdalsá og Hítará.

Veiðihúsið Lundur við Hítará þykir eitt fallegasta veiðihúsið á Íslandi, en Viðskiptablað­ið fékk nokkra þaulreynda veiði­menn til að segja frá sínum uppáhaldshúsum. Segja má að tvö hús standi þar upp úr. Annars vegar er það veiðihúsið Lundur við Hítará og hins vegar veiðihúsið við Breið­dalsá.

Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, segir sérstaklega fallegt að horfa út um gluggann á Lundi þar sem Breið­in blasir við. „Laxarnir sem þú ætl­ar að veiða sjást út um gluggann og innandyra er húsið löðrandi í sögu og fegurð,“ segir Bjarni.

„Þó húsið sé orðið meira en hálfrar aldar gam­alt og vissulega barn síns tíma þá er það veiðihús með sál!“ Guðmundur Guðjónsson, rit­stjóri veiðivefsins Vötn og veiði, tekur í sama streng. „Tvö veiðihús eru í mínum huga skör ofar en önn­ur, annars vegar við Hítará og hins vegar við Breiðdalsá.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.Allt
Innlent
Erlent
Fólk