*

Matur og vín 23. ágúst 2017

Ferskir sumarbjórar slá í gegn

Íslendingar eru greinilega mjög þyrstir í árstíðarbundna bjóra og sumarbjórar eru engin undantekning.

Íslendingar eru greinilega mjög þyrstir í árstíðarbundna bjóra og sumarbjórar eru engin undantekning. „Á sumrin reynum við að vera með létta og svalandi bjóra og ávextir eins og límónur og jarðaber virðast hitta í mark – til að mynda er Víking Lite Lime, sem er bragðbættur með límónum, með um 48% hlutdeild af sumarbjórum hjá ÁTVR frá maí til júlí,“ segir Áki Sveinsson, markaðsstjóri hjá Víkingi brugghúsi.

Þurftu að kaupa fleiri safapressur

Áki segir fleiri bragðtegundir en límónur heilla landsmenn því mangó, ástríðualdin og engifer hafa einnig slegið í gegn í blandi við ölið. „Íslendingar eru greinilega sólgnir í þessar bragðtegundir og við munum klárlega halda áfram að prófa okkur áfram í þessa átt,“ segir Áki en Víking brugghús er með 65% markaðshlutdeild þegar kemur að sumarbjórum.

„Eftirspurnin hefur verið svo mikil að við höfum þurft að hliðra til í framleiðslunni og kaupa fleiri safapressur þar sem þær hafa ekki undan. Þá hafa nýir bjórar, sem hafa bæði ávexti og krydd, einnig gefist vel og fer Víking White Ale til að mynda afar vel af stað í sölu, bæði hjá ÁTVR og á veitingastöðum.“