*

Bílar 1. febrúar 2014

Flugeldasýning í bílaauglýsingum á Super Bowl leiknum

Laurence Fishburen og Prúðuleikarnarnir munu sjást í bílaauglýsingum fyrir Super Bowl leikinn á morgun.

Bílaframleiðendur keppast við að láta gera sem allra glæsilegastar auglýsingar fyrir Super Bowl leikinn í ameríska fótboltanum. Búast má mikilli flugeldasýningu í auglýsingahléum þegar leikurinn fer fram á morgun. Auglýsingarnar eru eins konar hápunktur á leiktíð auglýsingagerðafólks vestanhafs. Þekktir breskir leikarar eru í aðalhlutverkunum hjá Jaguar sem er með rándýra auglýsingu fyrir F-type bílinn.

,Sannleikurinn" er heitið á nýjustu Kia auglýsingunni fyrir Super Bowl leikinn. K 900 lúxusbílinn er þar kynntur til leiks og Hollywood leikarinn Laurence Fishburne fer á kostum þar sem hann snýr aftur í hlutverki Morpheusar úr Matrix og flytur óperuna Nessun Dorma í baksæti bílsins. Toyota hefur látið gera skemmtilega Highlander auglýsingu þar sem Terry Crews og Prúðuleikararnir bregða á leik.

 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim