*

Veiði 22. febrúar 2014

Fluguhnýtingar á netinu

Á nýrri vefsíðu um fluguhnýtingar má m.a. sjá myndir af klassískum laxaflugum hnýttum af Pétri Steingrímssyni í Aðaldal.

Ný íslensk vefsíða tileinkuð fluguhnýtingum fór í loftið fyrir skömmu. Síðan, flugu­hnytingar.is, er í eigu Ingólfs Kolbeinssonar, sem á og rekur veiðiverslunina Vest­urröst.

Á síðunni er að finna ýmsan fróðleik um efni, verkfæri og hnúta svo eitthvað sé nefnt. Einnig eru hlekkir á mörg skemmtileg veiðimyndbönd. Það sem stendur þó upp úr eru uppskriftir að laxaflugum og silungaflugum. Meðal annars má finna myndir af klassískum laxaflugum hnýttum af Pétri Steingrímssyni, fluguhnýtara í Laxárnesi í Aðaldal.

Það er ekki á færi nema þeirra allra flinkustu að hnýta þær flugur en það er gaman að skoða myndirnar.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim