*

Hitt og þetta 22. maí 2018

Frumkvöðlakeppni í Versló

Nemendur í Versló hanna kerti með álblómi.

Myndband um frumkvöðlakeppni útskriftarnema við Verzlunarskóla Íslands var frumsýnt á ársfundi Samáls í síðustu viku.

Úr varð hnattlaga kerti með álblómi sem smám saman kemur í ljós eftir því sem það logar lengur. Varan er handgerð frá grunni og ber heitið Eitt eilífðar smáblóm. 

Lögðu frumkvöðlarnir upp með að ýta undir vitundarvakningu á hlýnun jarðar og hvetja fólk til að koma betur fram við jörðina. Kertið var frumsýnt á vörumessunni í Smáralind í apríl og er hópurinn enn að framleiða upp í pantanir síðan þá. 

Fram kemur að kertið sé unnið á eins umhverfisvænan hátt og mögulegt sé, með soyjavaxi, endurunnu áli og pappa sem hægt er að endurvinna. 

Nemendurnir sem standa að verkefninu eru: 

  • Lárey Huld Róbertsdóttir 
  • Margrét Hörn Jóhannsdóttir
  • Mikael Emil Kaaber
  • Rán Ragnarsdóttir
  • Selma Kristín Gísladóttir 
  • Vilberg Andri Pálsson