*

Matur og vín 5. ágúst 2017

Bröns af betri gerðinni

Fyrir þá sem ætla að njóta þess að vera heima um helgina er tilvalið að gera vel við sig með bröns af betri gerðinni. Á heimasíðunni www.gottimatinn.is má finna dásamlega uppskrift af hinum fullkomna bröns.

Kolbrún P. Helgadóttir

Amerískar pönnukökur með ávaxtasalati
Klípa af salti
smjör til steikingar
250 g hveiti
2 tsk lyftiduft
1 msk sykur
2 msk smjör, brætt
300 ml matreiðslurjómi, Gott í matinn frá MS
200 ml hrein jógúrt, Gott í matinn frá MS
1 stk egg + 3 eggjahvítur
500 g hrein jógúrt, Gott í matinn frá MS
500 g ávextir að eigin vali, skornir í lita bita s.s. jarðarber, epli, bananar og bláber

Grísk jógúrt með múslí og hunangi
350 g grísk jógúrt, Gott í matinn frá MS
4 msk múslí
2 msk hunang, fljótandi

Melónusalat með fetaosti
myntublöð til skreytingar

Morgun-boozt með hreinni jógúrt
500 ml hrein jógúrt, Gott í matinn frá MS
120 g frosin eða fersk bláber
1 stk banani

Aðferð:

Amerískar pönnukökur með ávaxtasalati
Um 15 kökur

Pönnukökur aðferð:
Blandið saman í skál hveiti, lyftiduft, salt og sykur. Léttþeytið saman matreiðslurjóma, jógúrt, bræddu smjöri og einu eggi í annari skál. Hrærið síðan saman við hveitið. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við deigið.
Látið deigið standa í skálinni 30 mínútur.
Bræðið klípu af smjöri á pönnu og steikið litlar kökur( um 8-10 cm í ummál og 5 mm á þykkt) Best er að steikja kökurnar á vægum hita, snúið kökunum við þegar deigið er byrjað að þorna í gegn. Haldið þeim heitum undir álpappir í 80°C heitum ofni þar til að allar kökurnar eru steiktar. Berið pönnukökurnar fram með niðurskornum ávöxtum og hreinni jógúrt.

Grísk jógúrt með múslí og hunangi
Handa 2


Grísk jógúrt aðferð:
Skiptið jógúrtinni á milli tveggja skála eða glasa. Sáldrið múslí yfir ásamt hunangi.

Melónusalat með fetaosti
Handa 2


Melónusalat aðferð:
Skerið vatnsmelónunaog fetakubbinn í 1 cm bita og blandið til helminga. Berið fram í litlum skálum eða glösum. Skreytið með myntublöðum.

 Morgun-boozt með hreinni jógúrt
Handa 2


Boost aðferð:
Handfylli af klökum. Þeytið saman með sprota eða matvinnsluvél. Hellið í glös og berið fram.

 

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir