*

Ferðalög 28. febrúar 2014

Fyrsta farrými verður alltaf betra og betra

Þjónustustigið á fyrsta farrými hjá mörgum flugfélögum fer hækkandi með alls konar huggulegheitum.

Tilgangur fyrsta farrýmis er að veita farþegum þægindi og lúxusþjónustu á meðan á flugferðinni stendur. Í grein á Stuff.co.nz er farið yfir nokkur atriði sem hafa bæst við þjónustuna hjá flugfélögum víð um heim.

Aðalmálið þessa dagana virðist vera að skilja fyrsta farrými að sem mest frá þeim sem ferðast á almennu farrými. Því meiri aðskilnaður því betra. Punkturinn með þessu er að fólk fái á tilfinninguna að það sé að ferðast með einkaþotu.

Mörg fargjaldanna á fyrsta farrými kosta allt að 15 þúsund dali en á þeim allra bestu eru farþegar keyrðir í lúxusbílum upp að flugvélinni og sitja í farþegarýmum sem eru algjörlega aðskilin frá þeim sem ferðast á almennu farrými.

Farþegar sem ferðast á fyrsta farrými með Emirates Airline fá til dæmis efstu hæðina á flugstöðvarbyggingunni í Dubai út af fyrir sig og fara þaðan beint út í flugvélina þar sem þeir sitja á efri hæð hennar. Aðrir farþegar fara hins vegar um borð frá neðri hæð byggingarinnar og um borð á neðri hæð flugvélarinnar.

Þau sem vilja lesa nánar um hvernig u.þ.b. eitt prósent af farþegum heimsins ferðast geta smellt hér.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim