*

Menning & listir 16. apríl 2018

Fyrsta kvikmyndasýningin í 35 ár

Kvikmyndin Black Panther er fyrsta Hollywood sem sýnd verður í kvikmyndahúsum í Sádí Arabíu í 35 ár.

Miðvikudagurinn 17. apríl verður sérstakur að því leyti að þá mun kvikmynd sem gerð var í Hollywood í fyrsta skipti í 35 ár verða sýnd í kvikmyndahúsum í Sádí Arabíu. Myndin sem verður á boðstólnum er Black Panther.

Að því er kemur fram í The Wall Street Journal var banni við kvikmyndahúsarekstri aflétt þar í landi fyrir fimm mánuðum sem liður í aðgerðum til þess að nútímavæða ríkið. Opnun nýs kvikmyndahúss AMC Entertainment í fjármálahverfinu í Riyadh, höfuðborg Sádí Arabíu verður fagnað með hófi sem fer fram fyrir sýningu myndarinnar.

Samtals áætlar AMC, sem er stærsti rekstraraðili kvikmyndahúsa í heiminum, að opna 40 kvikmyndahús í 15 borgum í Sádí Arabíu. Að því er kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal er aflétting bannsins í Sádí Arabíu vaxtartækifæri fyrir rekstraraðila kvikmyndahúsa á annars hnignandi markaði. 

Enn er ekki vitað með hvaða hætti stjórnvöld í Sádí Arabíu hyggjast ritskoða kvikmyndir en mörg af íhaldssamari ríkjum svæðisins hafa bannað einstök atriði sem sýna nekt eða trúartákn annarra trúarbragða.