*

Bílar 13. desember 2016

Fyrsti Volvo S90 Inscription AWD afhentur

Volvo á Íslandi afhenti fyrsta Volvo S90 Inscription bíllinn á dögunum.

Volvo á Íslandi - Brimborg afhenti fyrsta Volvo S90 Inscription bíllinn á dögunum. Bíllinn er hlaðinn búnaði og má þar nefna fjórhjóladrif, öfluga 235 hestafla dísilvél, loftpúðafjöðrun, Nappa leðuráklæði, Volvo High Performance hljómtæki, veglínuskynjara, árekstrarvara að framan, vegskiltalesara, borgaröryggi, bílastæðaaðstoð, bakkmyndavél og svo mætti lengi telja.

Það var fyrirtækið Servio sem fékk bílinn afhentan en Servio er dótturfyrirtæki Securitas og sér m.a. um öryggisgæslu, keyrslu fyrirmanna og þekktra einstaklinga auk þess að skipuleggja lúxus skoðunarferðir og margt fleira. Nýr Volvo S90 á án efa að sjá til þess að þeir sem nýta sér þjónustu Servio upplifi fyllsta öryggi, þægindi og ánægjulegan ferðamáta.

Stikkorð: Inscription  • Volvo S 90  • afhentur
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim