*

Menning & listir 20. apríl 2018

Gervais vill annað uppistand á Íslandi

Ricky Gervais segist ekki geta beðið eftir því að koma aftur til Íslands til að flytja næstu uppistandssýningu sína.

Breski grínistinn Ricky Gervais segist ekki geta beðið eftir því að koma aftur til Íslands til að flytja næstu uppistandssýningu SuperNature. Gervais greinir frá þessu á Twitter í tilefni af því að ár er síðan Gervais hélt uppistandið Humanity í Hörpu.

Gervais fyllti Hörpu tvívegis og seldist upp á báðar sýningarnar á nokkrum mínútum.

Gervais virðist hafa notið Íslandsdvalarinnar, en hann birti nokkrar myndir af sér og kærustu sinni til margra ára, Jane Fallon, á meðan dvölinni stóð. Þá snæddi hádegisverð á Bessastöðum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og íslenskum grínistum.

Einhver bið verður þó á nýju uppistandi Gervais hér á landi. Innan við mánuður er síðan Gervais sagði frá því á Twitter að hann hefði landaði samningi við Netflix um sýningu á SuperNature. Þá var hann ekki byrjaður að skrifa efni fyrir sýninguna.

Stikkorð: Gervais  • Ricky