*

Menning & listir 15. febrúar 2014

Glæpurinn - Ástarsaga í bíó

Marteinn Þórsson mun skrifa handrit og leikstýra mynd eftir skáldsögu Árna Þórarinssonar.

Kvikmyndafyrirtækið Tenderlee MPC hefur tryggt sér kvikmyndarétt skáldsögunnar Glæpurinn – Ástarsaga eftir Árna Þórarinsson að því er fram kemur á vef Forlagsins.

„Tenderlee á að baki vinsælar kvikmyndir á boð við Rokland og XL en Árni er líklega best þekktur fyrir bækur sínar um rannsóknablaðamanninn Einar,“ segir á vef Forlagsins.

Marteinn Þórsson mun skrifa handrit myndarinnar auk þess að leikstýra en ráðgert er að hún verði tekin upp 2015. Þeir Árni og Marteinn auk Jóhanns Páls Valdimarssonar, útgefenda Glæpsins, undirrituðu samninginn um sölu kvikmyndaréttarins á skrifstofu Forlagsins fyrir skömmu.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim