*

Tölvur & tækni 24. júní 2015

Google opnar streymiþjónustu

Netrisinn opnar streymiveitu fyrir tónlist til höfuðs Apple og Spotify.

Google kynnti í dag nýja streymiveitu sína fyrir tónlist en í gegnum hana er hægt að streyma tónlist annað hvort gegn 10 dollara áskriftargjaldi eða gegn því að hlusta á auglýsingar. Svipar því þjónustunni til streymiveitunnar Spotify sem hefur notið töluverðra vinsælda víða um heim. Hægt er að velja stök lög og hlusta á lög án internettengingar í gegnum áskriftarþjónustuna en þjónustan sem krefst ekki endurgjalds einskorðast við sérvalda lagalista.

Ákvörðun Google um að kynna streymiveituna, sem kallast Google Play Music, kemur nokkrum dögum áður en að Apple hleypir af stokkunum Apple Music sem er sams konar streymiveita fyrir tónlist. Ljóst er því að samkeppnin mun harðna verulega á þessum markaði þegar fram líða stundir.

Nánar er fjallað um málið á vef Financial Times.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim