*

Tölvur & tækni 18. febrúar 2016

Google talar nú 103 tungumál

Þýðingarþjónustan Google Translate getur nú þýtt allt að 103 tungumál, þar með talið Havaísku.

Karl Ó. Hallbjörnsson

Google var að bæta við 13 nýjum tungumálum sem hægt er að þýða í tungumálaforritið vinsæla Google Translate.

Translate virkar á þann hátt að það reiknar út líkindi þess að hvert orð í hverju tungumáli sé jafngilt öðru orði í öðru tungumáli. Algrím forritsins éta upp ógrynni stafastrengja í textum og meta þau svo með aðra strengi til hliðsjónar.

Þetta gefur útkomu sem er ekki eins nákvæm og að ráða til sín sérfróðan túlk, en það getur gefið manni góða tilfinningu fyrir hvað eitthvað þýðir oftar en ekki.

Meðal tungumálanna sem Google bætti við í forritið eru Korsíska, Havaíska, Lúxemborgíska, Gaelíska, Sindhi, Pasho og Xhosa - flest hverra eru tiltölulega lítil og fátöluð tungumál.

Ef útreikningar tæknirisans reynast réttir nær þýðingarþjónusta Translate nú yfir um 99% heildarnotenda internetsins - sem gerir nánast öllum kleift að eiga í það minnsta einhver gróf samskipti sín á milli.

Stikkorð: Google  • Tungumál  • Þýðingar  • Translate
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim