*

Sport & peningar 6. júlí 2012

Gylfi Þór fær um hálfan milljarð í árslaun

Laun Gylfa Þórs Sigurðssonar munu fjórfaldast á milli ára hjá Tottenham. Hann fær um 10 m.kr. á viku í laun hjá félaginu.

Gísli Freyr Valdórsson

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, sem í vikunni skrifaði undir samning við enska liðið Tottenham, verður í vetur langlaunahæsti íslenski knattspyrnumaðurinn.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins fær Gylfi Þór um 50 þúsund pund á viku í laun hjá Tottenham, eða um 9,9 milljónir króna. Það þýðir að árslaun Gylfa Þórs verða um 516 milljónir króna hjá félaginu.

Þetta þýðir að laun Gylfa Þórs hafa nær fjórfaldast á milli ára en í úttekt í áramótatímariti Viðskiptablaðsins um síðustu áramót kom fram að Gylfi Þór var þá næst launahæsti íslenski leikmaðurinn með um 132 milljónir króna í árslaun.

Grétar Rafn Steinsson hjá Bolton var með hæstu launin í fyrra, um 144 milljónir króna á ári. Þá var Heiðar Helguson hjá QPR með um 120 milljónir króna og Eiður Smári Guðjónsen með um 100 milljónir króna hjá gríska liðinu AEK.

 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim