*

Menning & listir 14. júní 2014

Hátískufyrirtæki opna hótel

Nú geta aðdáendur hátískuvörumerkja gist á hótelum sem hönnuðir fyrirtækjanna hafa hannað í stíl vörumerkisins.

Nú geta aðdáendur hátískuvörumerkja gist á hótelum þar sem hönnuðir fyrirtækjanna hafa hannað svítur eða allt hótelið í stíl vörumerkisins. Þá geta menn gist í Bottega Veneta svítu í Róm, Bulgari hótelinu í London, og í Diane von Furstenberg svítunni á Claridge hótelinu.

Tommy Hilfiger eru þeir næstu í röðinni. Hilfiger keypti nýlega Raleigh hótelið í Miami og Lagerfield mun opna fyrsta Lagerfield hótelið árið 2017.

Mörg hátískufyrirtæki hafa unnið að hótelum nýlega, meðal annars Bulgari, Armani og Versace og þar til nýlega Missoni, en fyrirtækið hefur ákveðið að loka því hóteli. Í mörgum tilfellum er hótelið eins og risastórt sýningarými. Á Armin hótelum má m.a. finna sali með húsgögnum frá Armani Home. Í Mílanó á Maison Moschino má finna balkjóla til skreytingar og á Bulgari hótelinu er silfurvörur hafðar til sýnis.

Stikkorð: Hótel  • hátíska
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim