*

Tíska og hönnun 13. júní 2017

Hjá Hrafnhildi breytir til

Hjá Hrafnhildi er nú stærsta kvenfataverslun landsins.

Eigendur tískuvöruverslunarinnar Hjá Hrafnhildi, stækkuðu og gerbreyttu versluninni nýverið. Bætt var við heilli verslunarhæð fyrir ofan jarðhæðina sem gerir hjá Hrafnhildi að stærstu kvenfataverslun landsins með rúmlega 600 fm verslunarrými. 

Verslunin er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað af Hrafnhildi heitinni í kjallaraherbergi í Sævarlandi í Fossvogi árið 1992. Verslunin flutti síðan á Engjateig 5 árið 1996 þar sem hún er staðsett enn í dag.

Fyrsta stækkun á Engjateignum var gerð árið 2000 þegar verslunin tók undir sig alla jarðhæðina en nú hefur hún einnig opnað á milli hæða og bætt við heilli 300 fm verslunarhæð. Verslunin er öll hin glæsilegasta og býður hún upp á þýskan og danskan kvenfatnað í bland við vandaða skó frá Ítalíu og Spáni. 

 

Stikkorð: Hrafnhildi  • Hjá