*

Menning & listir 4. mars 2016

Hlín Reykdal opnar verslun á Granda

Skartgripahönnuðurinn Hlín Reykdal hefur margvíslegar hönnunar- og lífstílsvörur til sölu í nýrri verslun sem opnar í næstu viku.

Eydís Eyland

Skartgripahönnuðurinn Hlín Reykdal opnar sína eigin verslun á fimmtudaginn 10. mars næstkomandi á Fiskislóð 75. Hlín er þekktust fyrir handmáluðu trékúluhálsmenin sín sem hún hefur hannað frá árinu 2009.

„Þetta er gamall draumur að rætast,“ segir Hlín þegar Eftir vinnu heyrði í henni áðan. „Ég var áður að vinna með öðrum hönnuðum og vorum við saman með verslun, þannig að það er gaman að geta opnað sína eigin verslun sjálf. Það er mikil uppvakning á Grandanum og mikið fyrirtækjum að spretta upp. Vinnustofan mín er í sama húsi á annarri hæð og rýmið var að losna sem er fyrir neðan vinnustofuna þannig að ég stökk á það tækifæri og ákveð að opna búð.“ segir Hlín.

„Í búðinni verða ekki eingöngu mínar vörur til sölu, ég er að byrja að flytja inn vörur sem heita SORU en það eru ævintýralegir skartgripir með eðalsteinum og Swarowski kristöllum. SORU er orðið eitt að heitasta í London þessa dagana. Við verðum einnig með gjafavörur eins og ilmvötn, ilmkerti og naglalökk sem eru eiturefnlaus. Þetta eru allt hönnunar- og lífsstílsvörur þar sem er spáð út í öll smáatriði."

„Einnig eru ég með nýja línu af skartgripum sem ég mun frumsýna í opnuninni núna 10. mars." segir Hlín en verslun verður opin á Granda frá og með næsta fimmtudag.

Vigdís Finnbogadóttir með hálsmen eftir Hlín sem hún hannaði fyrir góðgerðarátakið Göngum til góðs. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim