*

Ferðalög 6. október 2017

Hótel borg vinnur „Óskarsverðlaun ferðaþjónustunnar“

Hótel Borg hlaut viðurkennnguna „Iceland’s Leading Hotel 2017“ hjá World Travel Awards, sem eru jafnan talin virtustu verðlaun ferðaþjónustugeirans, þriðja árið í röð.

Verðlaunin World Travel Awards, sem gjarnan eru nefnd „Óskarsverðlaun ferðaþjónustunnar“ hafa frá árinu 1993 veitt viðurkenningar og verðlaun til þeirra aðila í ferðaþjónustu sem skara framúr og þykja best á sínu sviði. Verðlaunin hafa því náð að skapa sér þann sess á heimsvísu að vera ein hæsta viðurkenning sem hægt er að ná á þessu sviði.

Alls voru 9 íslenskum aðilum veitt verðlaun þetta árið í mismunandi flokkum.

„Þetta er mikil viðurkenning fyrir Hótel Borg, og ákveðinn gæðastimpill fyrir hótelið og starfsmenn þess,“ segir í tilkynningu hótelsins.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim