*

Tíska og hönnun 11. júní 2018

Húsið úr „The Holiday" til sölu

Húsið úr jólamyndinni vinsælu „The Holiday" er til sölu á 12 milljónir bandaríkjadala.

Húsið úr jólamyndinni vinsæu „The Holiday" er nú til sölu á rétt tæpar 12 milljónir bandaríkjadollara. Þetta kemur fram í Business Insider

Húsið sem karakterinn sem leikinn er af Cameron Diaz á er afar glæsilegt. Það er sex herbergja, tveggja hæða höll og er staðsett við Orlando götu í San Marino, Californiu. 

Umrædd rómantísk-gamanmynd kom út árið 2006 og ásamt Diaz leika Jude Law, Jack Black og Kate Winslet aðalhlutverkin. 

Í frétt Business Insider ber að líta innan og utanhúss myndir af þessari glæsivillu. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim