*

Tölvur & tækni 13. desember 2013

Instagram verður persónulegra

Nú verður hægt að senda mynd eða myndband til útvaldra á samfélagsmiðlinum Instagram.

Samfélagsmiðillinn Instagram hefur bætt við nýjung. Nú er hægt að senda útvöldum vinum á Instagram mynd eða myndband. Hingað til hefur einungis verið hægt að birta mynd/myndband á svæði notandans.

Kevin Systrom, stofnandi Instagram, sagði í ræðu þegar breytingin var kynnt, að stundum vilji fólk deila ákveðinni mynd með örfáum og ekki þannig að allir geti séð. Einnig verður hægt að nota nýjan hnapp sem heitir „direct“ en þá geta notendur sent mynd til vina með því að smella á hana og sent skilaboð á milli þar sem er rætt um myndina.

Sjá nánar á CNN Money

Stikkorð: Instagram
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim