*

Bílar 3. maí 2019

Jimny vann í flokki þéttbýlisbíla

Nýr Suzuki Jimny bar sigur úr býtum í flokki þéttbýlisbíla í vali á Heimsbíl ársins 2019.

Nýr Suzuki Jimny bar sigur úr býtum í flokki þéttbýlisbíla í vali á Heimsbíl ársins 2019 á alþjóðlegu bílasýningunni í New York.

Jimny er hreinræktaður jeppi og sá eini sinnar gerðar í heiminum. Bíllinn á nú fjölmarga aðdáendur um allan heim sem kunna að meta einstaka hönnun hans og eiginleika, jafnt á vegum sem vegleysum.

,,Það er okkur hjá Suzuki mikill heiður að taka við viðurkenningunni. Við tökum við þessari viðurkenningu fagnandi fyrir hönd aðdáenda Jimny, fullir stolti og ástríðu til að framleiða spennandi bíla til allrar almennrar notkunar fyrir viðskiptavini okkar," sagði Toshihiro Suzuki, forstjóri Suzuki, þegar hann tók við verðlaununum í New York.

Keppt var í nokkrum flokkum í vali á Heimsbíl ársins. Jaguar I-PACE fékk aðalverðlaunin og var valinn Heimsbíll ársins eins og við greindum frá fyrr í vikunni. Suzuki Jimny vann í flokki þéttbýlisbíla eins og áður segir, Audi A7 í lúxusbílaflokki, McLaren 720S í ofursportbílaflokki og Jaguar I-PACE í flokki umhverfisbíla. 

Stikkorð: Suzuki  • Jimny
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim