*

Jólin 14. desember 2017

Jólaglögg sem gleður bragðlaukana

Það er fátt jólalegra en að skála í ljúffengu jólaglöggi.

Hákon Bergmann Óttarsson annar eigandi VínTríó ehf spjallaði um vínmenningu Íslendinga í nýútkomnu jólablaði Viðskiptablaðsins en hann deildi jafnframt með lesendum einstaklega girnilegri uppskirft af jólaglöggi sem tilvalið er að gera og njóta þessa síðustu daga fyrir jól á meðan jólagjöfunum er pakkað inn og kortin skrifuð. Ekki skemmir svo fyrir að jólalyktin sem kemur í hús við gerð jólagjöggsins er svo alveg dásamleg! 

Jólaglögg

1 flaska góð rauðvín td, MIA Tempranillo, Lopez de Haro Crianza eða Cantina Zaccagnini Montepulciano.

8-10 stk stjörnuanis

6 heilar kanilstangir

75 grömm sykur

3 appelsínur.

Aðferð:
Hellið rauðvíninu í pott og setjið sykur, stjörnuanis og kanilstangir útí. Skolið appelsínurnar og skerið í sneiðar og setjið sömuleiðis í pottinn. Hitið glöggina upp að suðumarki án þess að sjóða hana, lækkið þá hitan og hrærið í þangað til sykurinn er uppleystur. Smakkið til og berið fram í fallegum glösum og njótið.

Nánar er fjallað um málið í Jólablaði Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

 

 

 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim