*

Matur og vín 5. desember 2017

Kaffikokteill sem klikkar ekki

Nespresso kaffið má nota í hina ýmsu drykki.

Eins og Eftir vinnu fjallaði um nýverið þá opnaði fyrsta Nespresso verslunin á Íslandi á dögunum en hún er staðsett í Kringlunni. Það er fátt sem gleður kaffiunnendur jafn mikið og rjúkandi heitur og ljúffengur kaffibolli en kaffið má svo sannarlega nota í fleiri drykki.

Barþjónar Nordica Reykjavik Hotel og kaffisérfræðingur Nespresso skelltu í þennan einstaklega ljúfa kaffikokteil sem borinn er fram í fögru martini glasi, vel hristur. Einstaklega skemmtilegur fordrykkur sem dæmi; 

Einfaldur Nespresso Arpeggio

3 cl sykursýróp (hreint)

2 cl grapefruit juice

Hrista og njóta!