*

Matur og vín 11. desember 2017

Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum

Hrefna Dan segir þessa dásamlegu bita ávanabindandi.

Lífstílsbloggarinn og fagurkerinn Hrefna Dan er dugleg við að deila öllu því sem gleður augað, sálina og síðast en ekki síst bragðlaukana með lesendum sínum. Á dögunum skellti hún í Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum sem áður hafa vakið verðskuldaða athygli hjá henni.

Hún segir bitana bókstaflega ávanabindandi en upphaflega hafi hún rekið augun í uppskriftina á heimasíðunni http://grgs.is/2015/06/25/karmellukornflexnammi-med-lakkrisbitum/. „Þeir eru hreint út sagt dásamlegri þessir bitar og ég hef ekki tölu á því hvað ég er búin að gera þá oft, og það rigna yfir mig fyrirspurnum í hvert skipti sem ég birti mynd af þeim.“

Í uppskriftina er notast við fylltar lakkrísreimar sem fram að þessu hafa innihaldið gula fyllingu en nýlega komu lakkrísreimar á markaðinn með bleikri fyllingu eins og lakkrísunnendur vita líklega allt um. Hrefna tók sig því til og prófa að nota nýju reimarnar í uppskriftina að þessu sinni og segir hún útkomuna ekki síðri.

Sjá uppskrift hér:

Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum
300 g Dumle karmellur
130 g smjör
200 g lakkrísreimar (fylltar eða ófylltar)
90 g kornflex, mulið gróflega

  1. Bræðið karmellurnar og smjör saman í potti. Bætið lakkrís og kornflexi saman við og hrærið vel saman.
  2. Setjið í form (24x34cm) hulið smjörpappír og geymið í kæli á meðan kremið er útbúið.

Krem
400 g rjómasúkkulaði
60 g smjör

  1. Bræðið súkkulaði og smjör saman í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði. Hellið því næst yfir kornflexnammið. Setjið í fyrsti og geymið í amk. 20-30 mínútur. Takið úr frysti og skerið í bita.

Hér má fylgjast nánar með Hrefnu:
https://www.instagram.com/hrefnadan/

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim