*

Sport & peningar 6. september 2018

Keppni í NFL-deildinni að hefjast

Fyrsti leikurinn í NFL-deildinni hefst laust eftir miðnætti.

Lið Philadelphia Eagles fær Atlanta Falcons í heimsókn í fyrsta leik NFL-deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 24.20 á íslenskum tíma og fer fram í Philadelphia. Eagles-liðið er núverandi Super Bowl meistari en það vann New England Patriots í ótrúlegum úrslitaleik síðasta vetur.  

Sjálfur Super Bowl-leikurinn fer síðan fram á heimavelli Atlanta, þann 3. febrúar á næsta ári. Mercedes-Benz Stadium, heimavöllur Atlanta Falcons, er einn glæsilegasti völlur veraldar. Völlurinn, sem var tekin í notkun fyrir ári síðan tekur 71 þúsund manns í sæti og kostaði 1,5 milljarða dollara eða 162 milljarða króna. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim