*

Bílar 3. apríl 2015

Kia mest seldi bíllinn í mars

Alls seldust 124 nýir Kia bílar í síðasta mánuði. Toyota átti næstflesta selda bíla, en þeir voru 112 talsins.

Kia var mest seldi bíllinn á Íslandi í mars. Alls seldust 124 nýir Kia bílar í mánuðinum og merkið var með 12,7% markaðshlutdeild. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílaumboðinu Öskju.

Toyota var í öðru sæti með 112 nýja bíla, Ford í þriðja með 97 bíla og Volkswagen í því fjórða með 96 bíla selda.

„Þetta eru afar ánægjulegar fréttir og við erum í skýjun yfir góðu gengi Kia bíla hér á landi. Með áreiðanleika, frábæra hönnun og 7 ára ábyrð, þá lengstu sem bílaframleiðandi veitir, er Kia að sanna sig sem eitt af söluhæstu merkjum á markaðnum í dag. Kia er ekki bara að ná framúrskarandi árangri hér á landi heldur um allan heim,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim