*

Sport & peningar 10. ágúst 2018

Laun nýs landsliðsþjálfara trúnaðarmál

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að laun Erik Hamrén, nýs landsliðsþjálfara, séu hæfileg og að upphæð þeirra sé trúnaðarmál.

Laun Erik Hamrén, nýráðins landsliðsþjálfara í knattspyrnu, eru hæfileg að sögn Guðna Bergssonar, formanns KSÍ. Guðni segir einnig að upphæð launanna sé trúnaðarmál.

Fyrr í þessari viku staðfesti Knattspyrnusamband Íslands að Svíinn Erik Hamrén hafi verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hann tekur við starfinu af Heimi Hallgrímssyni, sem gerði frábæra hluti með liðið og skilaði liðinu í sögubækurnar með því að verða minnsta þjóð sem komist hefur inn á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Eins og vart hefur farið fram hjá landsmönnum þá fór HM fram fyrr í sumar í Rússlandi.

Erik Hamrén er reynslumikill þjálfari sem stýrði meðal annars sænska karlalandsliðinu í knattspyrnu frá 2011 til 2016. Hann kom Svíum inn á Evrópumót 2012 og 2016.   

Stikkorð: Guðni Bergsson  • KSÍ  • Erik Hamrén
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim