*

Bílar 23. febrúar 2014

Lítill sportjeppi frá Volkswagen

Nýjasti Taigun-jeppinn frá Volkswagen verður frumsýndur á bílasýningunni í Genf. Hann eyður 4,7 l á hundraðið.

Volkswagen er langt kominn með nýjan, lítinn sportjeppa sem byggður verður á VW up! smá- bílnum.

Þessi nýi Taigun verður frumsýndur á bílasýningunni í Genf og er samkvæmt fréttum frá VW, nánast tilbúinn til fjöldaframleiðslu.

Hann verður með varahjóli sem er komið fyrir utan á bílinn aftanverðan. Þar eru ekki dyr eins og algengast er heldur tveir flekar, ekki ósvipað og var á gamla bronco jeppanum. Tæplega er þó hægt að tala um hann sem torfærutæki þar sem hann er einungis framhjóladrifinn. Vélin er þriggja strokka bensínvél með einni innsprautun og túrbínu, 110 hö. Eyðslan er sögð verða um 4,7 l á hundraðið.

Stikkorð: Volkswagen  • Taigun
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim