*

Sport & peningar 11. febrúar 2016

Manchester United að þéna metfjárhæðir

Allt stefnir í að Manchester United verði fyrsta breska knattspyrnufélagið til að þéna 500 milljónir punda á einu ári.

Þrátt fyrir misjafnt gengi innan vallar er Manchester United á góðri leið með að verða fyrsta breska knattspyrnufélagið sem þénar yfir 500 milljónir punda á einu ári.

Tekjur félagsins á öðrum ársfjórðungi í fyrra jukust um 26,6% frá árinu á undan og voru 133,8 milljónir punda. Sjónvarpstekjur jukust um 31,3% og tekjur frá styrktaraðilum jukust um 1,6 milljón punda. Hins vegar drógust miðasölutekjur saman um 1,6%.

Manchester United situr í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er í hættu á miklu tekjutapi ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina á næsta tímabili. Framkvæmdastjórinn Ed Woodward sagði að gott gengi utan vallar myndi hjálpa til við að styrkja stöðu liðsins inni á vellinum.

United er skráð í kauphöllina í New York en er þó í meirihlutaeigu bandarísku Glazer fjölskyldunnar.

Stikkorð: Manchester United  • fótbolti
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim