*

Hitt og þetta 6. desember 2017

„Manneskjur ársins“ hjá Time

Fólkið sem rauf þögnina um kynferðislega áreitni og ofbeldi er „manneskja“ Time tímaritsins að þessu sinni.

Kolbrún P. Helgadóttir

Þetta byrjaði allt með orðrómi, sögusögnum, því næst hashtag-i og svo loks hugrekki nokkurra einstaklinga sem tóku sig til og rufu áralanga þögn um kynferðislegt áreiti og ofbeldi sem endaði með byltingu sem virðist hvergi nærri vera lokið.

Tímaritið Time sem velur að vanda manneskju ársins hefur valið fólkið sem rauf þögnina sem „manneskju“ ársins árið 2017. Forsíðuna prýða meðal annars Ashley Judd, Susan Fowler, Adama Iwu, Taylor Swift og Isabel Pascual en allar hafa þær tekið þátt í að rjúfa þögnina.

The person of the year 2017