*

Bílar 7. júní 2017

Með mótorinn í miðjunni

Nýr Porsche 718 Cayman var frumsýndur á dögunum.

Nýr Porsche 718 Cayman var frumsýndur á dögunum hjá Bílabúð Benna. Cayman er mitt á milli Boxster og 911 í stærð og hefur öll ættareinkenni þýska sportbílaframleiðandans.

Nýr Cayman er hreinræktaður sportbíll með mótorinn í miðjunni sem gefur honum hina fullkomnu þyngdardreifingu. Bíllinn er afturhjóladrifinn eins og Porsche er þekkt fyrir sem gerir einnig mikið fyrir aksturseiginleikanna. Bíllinn er bæði í boði með hinni mögnuðu 7 gíra PDK sjálfskiptingu og einnig beinskiptingu en margir kjósa að keyra Porsche bíla beinskipta því þeim finnst það auka enn á sportbílaupplifunina.

Í hefðbundinni útfærslu er þessi sportbíll með 300 hestafla vél og með hámarkstog upp á 320 Nm. Bíllinn er 4,9 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Í enn öflugri S útfærslu er bíllinn með 350 hestafla vél og hámarkstogið er 380 Nm. Í þessari aflmeiri útfærslu er bíllinn aðeins 4,4 sekúndur í hundraðið.

Stikkorð: Porsche  • Cayman  • frumsýndur
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim